Tik tok stjarnan Danielle Walters deildi því á rásinni sinni hvað hún vildi að hún hefði vitað fyrir 25 ára aldurinn.
Svo stelpur! Nú skuluð þið gefa ykkur tíma til að lesa:
- Seinasta skot kvöldsins er ekki þess virði. Aldrei nokkurn tímann
- Hafðu náttfötin tilbúin á rúminu áður en þú ferð út á skrallið
- Fólkið sem á að vera í lífi þínu verður það, hinir verða eftir einhversstaðar á leiðinni. Sumt fólk kemur bara inn í líf þitt til að kenna þér eitthvað.
- Þó þú reynir, hefur þú ekki stjórn á öllu.
- Besta leiðin til að eiga í samskiptum við karlmenn, er að gefa þeim enga athygli.
- Ef þú vilt að fólk komi á ákveðin hátt fram við þig, skaltu prófa að koma þannig fram við aðra og sjáðu hvað gerist.
- Fylltu bílinn þinn af bensíni. Ekki taka alltaf smá og smá í einu.
- Gefðu þér alltaf 15 mínútur aukalega til að ferðast á milli staða.
- Ef þú vilt láta koma vel fram við þig og virða þig, þá verður þú að gera það fyrst. Hugsaðu um líkama þinn, í hvað þú eyðir tímanum þínum og með hverjum.
- Ekki hræðast að gera eitthvað nýtt. Það versta sem gæti gerst, er að þér líkar það ekki.
- Þú ert þinn eigin verndari. Þú þarft að passa upp á þig. Stundum þarftu að gera hluti sem þig langar ekki að gera eins og að fara snemma að sofa, borga skuldir, fara í ræktina, borða hollan mat.
- Þó þú sért í ástarsorg núna, þá munt þú elska aftur.
- Hann/hún var ekki sálufélagi þinn, ef hann/hún er farin/n úr lífi þínu.
- Notaðu sólarvörn.
- Prófaðu að fara upp í rúm með bók fyrir svefninn. Það er geggjað.
- Ekki ganga fram af þér. Ef þú ert veik, þá ertu veik.
- Það er allt í lagi að fara upp um stærð í gallabuxum.
- Honum er í alvöru alveg sama hvort þú sért búin að raka á þér fæturnar. Hann er bara ánægður að vera hjá þér.
- Þú ÞARFT ekki að vera í aðstæðum sem þér finnast óþægilegar. Þú getur bara gengið út án þess að þurfa að útskýra það fyrir nokkrum manni.
- Þú ræður hverju þú deilir með öðrum, hvort og hvenær er undir þér komið.
- Það er alveg hægt að laðast að einhverjum sem þér líkar líka mjög vel við.
- Ef þig langar að eignast vini, hættu þá að segja nei við öllu sem þér er boðið í.
- „Filterar“ eru að skemma þig meira andlega en þú getur ímyndað þér.
- Ef einhver býður þér á stefnumót máttu alveg segja nei.
- Bara af því að þú lætur ekki einhvern fá það sem hann/hún vill, þýðir ekki að þú þurfir að búa til einhverja afsökun til að passa upp á egóið þeirra.
- Þegar þú hugsar til vina þinna, sendu þeim eitt lítið sms. Það getur gert alveg fullt.
- Appelsínuhúð er eitthvað sem allar konur þurfa að sætta sig við.
- Gefðu fötin þín til þeirra sem þurfa á þeim að halda frekar en að hafa þau ónotuð í skápnum eða í poka sem er „á leiðinni í fatagáminn“.
- Ef vinur/vinkona þín er ástfangin/n upp fyrir haus skaltu samgleðjast henni/honum. Þinn tími mun koma.
- Þó þér líði ekki þannig, þá mun allt verða allt í lagi. Vittu til.