Egg í crossaint bolla – Uppskrift

Lólý heldur áfram að töfra fram girnilegan mat, þessi egg í crossaint er hrein dásemd og auðveld að gera.  Á síðunni hennar loly.is getur þú fundið uppskriftir allt frá girnilegum kjötréttum yfir í appelsínuköku með birkifræjum!

egg

1 skammtur smjördeig
skinka
rifinn mozzarella ostur
1 egg í fyrir hvern skammt
salt og pipar

Forhitið ofninn í 180°C. Rúllið smjördeiginu út og skerið það í þríhyrninga eins og þið séuð að fara að gera crossaint út því. Takið bakka sem er með muffinsformum, skerið lengsta endann af deiginu og setjið hvern þríhyrning ofan í hvert og eitt muffinsform. Passið upp á að smyrja vel áður svo að þetta festist ekki í forminu. Næst set ég smá skammt af ostinum, þar ofan á eina sneið af skinku og að lokum er eggið sett ofan á. Það er gott að brjóta eggið áður í bolla svo að það sé örugglega ekki skemmt og hella því svo í formið ofan á skinkuna. Kryddið með salti og pipar eftir smekk og skellið svo í ofninn. Bakið í 20-25 mínútur eða þangað til eggjahvítan er orðin alveg hvít.

 

SHARE