Bandarískt slúðurtímarit greindi nýlega frá því að Karl Bretaprins og Díana heitin prinsessa ættu saman dóttur. Eins er því haldið fram að Katrín Middleton hertogaynja hafi nýlega hitt umrædda dóttur. Hefur tímaritið vakið heimsathygli fyrir þessa frétt sína.
Sjá einnig: Kate Middleton: Sást í 7000 króna kjól og setti vefverslun á hliðina í kjölfarið
,,Dóttirin” er 33 ára gömul og heitir Sarah – sagan af því hvernig hún hún kom undir er frekar ótrúleg. Díana á að hafa heimsótt kvensjúkdómalækni þegar hún var 19 ára gömul og læknirinn stolið úr henni eggjum og fryst. Tók hann eitt fyrir sjálfan sig og frjóvgaði með sæði prinsins – (nei, sögunni fylgir ekki hvernig hann kom höndum yfir sæðið). Egginu kom hann svo fyrir í legi eiginkonu sinnar.
Tímaritið heldur því fram að Sarah fari huldu höfði og óttist mjög að hljóta sömu örlög og líffræðileg móðir sín. Eins er sagt frá því að Katrín hertogaynja hafi nýlega átt leynilegan fund með henni í New York.
Satt eða logið?
Sennilega logið. Bandarískir slúðurmiðlar hafa margoft búið til misótrúlegar sögur af konungsfjölskyldunni.
Sjá einnig: Hérna mun Kate Middleton fæða kóngabarnið