Það er ekki sjálfgefið að eignast börn eins og ein hjón í Utah í Bandaríkjunum vita mæta vel, en þau voru búin að vera að reyna að eignast barn í átta ár þegar þau ákváðu að fara og fá hjálp. Ashley og Tyson Gardner fóru í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu tilraun. Þegar þau áttu tíma í sónar bauð Ashley vinkonu sinni með en hún var með myndavél meðferðis og náði myndum af því þegar hjónin fengu þessar stóru fréttir að þau ættu von á ekki einu barni, ekki tveimur heldu fjórum börnum! Þau eiga von á tveimur settum af eineggja tvíburum en líkurnar á að þetta gerist eru einn á móti 70 milljónum.
Hér eru hinar óborganlegu myndir af fyrstu viðbrögðum hjónanna við þessum stóru fréttum:
Fysta stig: Er þetta ekki djók?
Stig tvö: Úff, þetta er ekki djók!
Stig þrjú: Hvernig eiga þau öll að komast fyrir þarna inni?
Stig Fjögur: Hamingju-hlátur (pabbinn samt með pínu hræðslu-hlátur)
Stig Fimm: Hjálp!!
Stig sex: “Nei, í alvöru… okkur vantar stærri bát!”
Inga er fædd og uppalin í Reykjavík fyrir utan 2 ár sem hún bjó fyrir vestan í Bolungarvík. Þessi gifta, þriggja barna móðir er menntuð snyrtifræðingur og hefur unnið við það síðan 2006. Snyrtifræðin á stóran hluta af hug hennar og fagnaði hún þessu tækifæri að fá að skrifa greinar og jafnvel fá að aðstoða lesendur við vanda/spurningar sem þeir mögulega hafa.