Umhyggjurík samskipti og Hún.is ætla að bjóða tveimur heppnum lesendum á námskeið í Umhyggjuríkum samskiptum (Nonviolent Communication) dagana 17.-19. maí eða núna um helgina frá föstudagskvöldi til sunnudags.
Umhyggjurík samskipti eru samskiptatækni sem voru þróuð á sjöunda áratug síðustu aldar af sálfræðingnum Marshall Rosenberg. Síðan þá hefur tæknin verið í stanslausri þróun og hefur fyrir löngu sannað gildi sitt á sviðum sem spanna allt frá svefnherbergjum og inn á stjórnarfundi alþjóðlegra fyrirtækjasamsteypa.
Umhyggjurík samskipti byggjast á þeirri hugmynd að í okkur öllum búi, geta og vilji, til þess að eiga í ofbeldislausum samskiptum hvort sem við erum að tala um andlegt eða líkamlegt ofbeldi. Jafnframt byggist það á þeirri hugmynd að ofbeldi sé eitthvað sem við grípum ekki til nema við sjáum engar leiðir aðrar færar til þess að uppfylla þarfir okkar. Það eina sem við þurfum að gera er að virða grunnþarfir okkar sjálfra og þannig komumst við ekki hjá því að virða grunnþarfir annarra. Í raun má segja að þessi námskeið séu ekki að kenna okkur neitt nýtt heldur minna okkur á eitthvað sem við kunnum öll og búum að en hættir til þess að gleyma í samkeppnisknúnu neyslusamfélagi nútímans.
Irmtraud Kauschat er viðurkenndur leiðbeinandi í umhyggjuríkum samskiptum (NVC) mun kenna á námskeiðinu sem fer fram á ensku. Hún er læknir, sálfræðingur og náttúrulæknir að mennt og hefur unnið víða við kennslu og fræðslu um umhyggjurík samskipti. M.a. annars hefur hún komið tvisvar áður til Íslands og haldið hér námskeið í þessari samskiptatækni. Þema námskeiðins að þessu sinni er “Að upplifa reiði á heilbrigðan hátt og njóta hennar” og það verður spennandi að komast að því hvernig maður getur gert það án þess að beita einhverskonar ofbeldi.
Eins og áður sagði er námskeiðið sjálft um helgina, á föstudagskvöld, laugardag og sunnudag. Aðgangseyrir að námskeiðinu er 5.000-50.000 kr. eftir efnahag hvers og eins, en haldin verður ókeypis kynning á fimmtudagskvöld sem öllum er velkomið að mæta á. Þar verður tekið á móti frjálsum framlögum.
Á kynningunni á fimmtudagskvöldið mun Fredrik Róbertsson Boulter segja frá umhyggjuríkum samskiptum á íslensku en svo mun Irmtraud Kauschat taka við og kynna okkur tæknina ítarlegar á ensku.
Hvoru tveggja, kynningin og námskeiðið sjálft fer fram í húsnæði Alanó klúbbsins að Héðinsgötu 1-3 í Reykjavík.
Hægt er að fræðast meira og skrá sig á námskeiðið á þessum facebook viðburði,https://www.facebook.com/events/379979412118963/ og ef þú vilt eiga kost á verða boðið á námskeiðið þarftu bara að tjá þig á umhyggjuríkan hátt í ummælunum hér að neðan.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.