Eiginkona Kelsey Grammer, Kayte, virðist vera alveg að fara að eiga, en hún hafði náð að halda því frá fjölmiðlum að hún væri ófrísk.
Þau hafa verið gift síðan árið 2011 en hún varð fljótlega ófrísk eftir að skilnaður Kelsey við sína fyrrverandi fór í gegn. Sást til þeirra hjóna á flugvelli í Los Angeles, en þetta er þeirra þriðja barn saman.
Sjá einnig: Kelsey Grammer fallinn
Það er stutt síðan að fram kom í fjölmiðlum að Kelsey hefði fallið og byrjað að drekka aftur eftir tveggja áratuga edrúmennsku. Margir sem til hans þekkja vilja meina að leikarinn eigi alls ekki að snerta áfengi og sanni saga hans það, en hann var meðal annars tekinn fullur á bíl á árum áður.