Eiginkona hans dó úr sjaldgæfu krabbameini – Tók dásamlegar myndir með dóttur þeirra – Myndir

Ben missti eiginkonu sína, Ali, úr lungnakrabbameini, stuttu eftir að þau gengu í hjónaband. Þau áttu saman dótturina Olivia en þau gerðu þessa myndaseríu til þess að heiðra minningu Ali.

Systir Ali, Melanie Pace er ljósmyndari og myndaði bæði brúðkaupsdaginn og þessa myndaseríu.

Sagan hefst á brúðkaupsdegi Ali og Ben og eins og sést er íbúðin þeirra tóm en þau gengu frá kaupunum daginn fyrir brúðkaupið.

Tveimur árum síðar lést Ali úr sjaldgæfri tegund af lungnakrabbameini en þá var dóttir þeirra aðeins 1 árs.

Síðan þá hefur Ben farið í gegnum allskonar rússíbana í tilfinningalífinu, en ákvað að lokum að flytja út úr húsinu sem þau höfðu keypt saman. Hann ákvað þó fyrst að taka þessa myndaseríu og hafa hana í sama dúr og myndirnar sem teknar voru 4 árum áður.

 

 

Fstoppers_davidgeffin_photography_wife_love2-710x342

Fstoppers_davidgeffin_photography_wife_love3-710x360

Fstoppers_davidgeffin_photography_wife_love4-710x339

Fstoppers_davidgeffin_photography_wife_love7-710x920

ss-moving-without-mom-131613-06.ss_full

Fstoppers_davidgeffin_photography_wife_love9-710x473

SHARE