Hin kínverska Liu Chang hefur sakað fyrrum eiginmann sinn um að hafa eitrað fyrir sér árum saman því hann grunaði að hún væri að halda framhjá. Konan, sem er læknir, segir að maðurinn hennar, Gao Zhisen, sem einnig er læknir, hafi gert hana háða hormónalyfjum sem hafa eyðilagt líf hennar.
Liu sagði fyrst frá því að Gao hafi byrlað henni lyf árið 2019. Hann hafi byrjað að gefa henni lyfið árið 2016 og þau hafi valdið henni margþættu líkamlegu tjóni. Hjónin skyldu svo árið 2017 og Liu hefur barist fyrir því að koma fyrrverandi eiginmanni sínum bakvið lás og slá, allar götur síðan. Það var svo ekki fyrr en fyrr í þessum mánuði að hún fékk staðfesta dagsetningu til að taka málið upp fyrir rétti, fjórum árum eftir að hún byrjaði ferlið.
„Ég er orðinn fötluð og alvarlega þunglynd vegna þessa atviks, hann hefur eyðilagt líf mitt,“ sagði Liu Chang nýlega við fréttamenn. „Ég vil ekki peninga og ég hef gefist upp á skaðabótum. Hann hefur eyðilagt líf mitt og ég vil bara réttlæti.“
Liu segir að henni hafi byrjað að líða illa í október 2016, rúmu ári eftir að hún giftist Gao Zhisen. Hún fór að upplifa að sjá stundum allt í móðu, krampa í fótleggjum, mikla þyngdaraukningu og húð hennar hafi farið að springa.
Hún hafi því farið til læknis í skoðun og fengið að vita að einkenni hennar bentu til þess að hún hafi fengið of mikið af hormónalyfjum á stuttum tíma. En Liu hafði ekki tekið nein hormónalyf. Hún mundi þó eftir að eiginmaður hennar hafði verið að gefa henni einhver lyf gegn kvefi nokkrum mánuðum áður. Þau skildu stuttu síðar en í september árið 2017 fann móðir Liu mikið magn af lyfjum, á fyrrum heimili hjónanna, og þar á meðal voru 7 hormónalyf.
Liu fór manna á milli til að fá réttlætinu fullnægt en fékk þau svör að ekki væru nægar sannanir fyrir ásökunum hennar. Það var svo ekki fyrr en Liu fór að deila reynslu sinni á samfélagsmiðlum að hjólin fóru að snúast og í mars 2022 tilkynnti lögregla Liu að þeir hefðu loksins hafið rannsókn.
Gao hefur neitað öllum sökum og sagt að hann hafi ekki getað byrlað henni neitt því þau hafi drukkið úr sömu glösum og borðað sama mat. Hann segir að Liu hafi verið að halda framhjá honum, sem hún hefur alltaf neitað og telja yfirvöld að þessar ásakanir hafi hugsanlega verið ástæða þess að hann byrjaði að gefa henni þessi lyf.
Sjá einnig: