Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur búið úti í Búlgaríu síðustu ár þar sem hún hefur sinnt módelstörfum og einnig að sinna börnum sínum og heimili. Seinasta ár var samt ansi viðburðaríkt hjá Ásdísi og við spurðum hana hvað hefði verið það eftirminnilegasta frá árinu í heild:
Það hefur án efa verið skilnaðurinn við Garðar í febrúar, svo eyddi ég sumrinu á Íslandi í fyrsta skipti í mörg ár og það var alveg æðislegt.
Ásdís ætlar sér að vera á Íslandi þessi áramót en þau munu vera töluvert frábrugðin áramótunum seinustu ár:
Áramótin hjá mér verða svolítið skrítin þetta árið þar sem ég verð ein og barnlaus! Ég hef ekki upplifað það áður, en ætli ég verði ekki bara hjá mömmu í 101 og fari upp að Hallgrímskirkju og skáli og skjóti upp eftir Skaupið eða jafnvel fari til útlanda.
Það er margt sem Ásdís á eftir að ákveða í sambandi við framtíðina og komandi ár en horfir bjartsýn fram á veginn.
Ég er ekki alveg ákveðin í stefnunni minni 2013, það fer allt eftir því hvort ég ákveð að vera lengur úti eða flytji til Íslands. ég hef ekki tekið ákvörðun í því ennþá en burt séð frá því þá stefni ég á að takast á við einhver ný og skemmtileg ævintýri.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.