Frakkarnir geta verið ýktir þegar kemur að tísku og hönnun enda er París þekkt fyrir allt annað en að vera venjuleg. Ando Studio stofan hannað þessi ýktu íbúð í hjarta borgarinnar. Íbúðin er jú heimili, en minnir óneitanlega á ofur stíliseraða leikmynd í bíómynd eða auglýsingu fyrir Chanel.
Íbúðin er glæsileg í alla staði, hátt til lofts stórir gluggar, listar á veggjum og innihurðarnar háar og veglegar. Það getur samt ekki verið skemmtilegt að þurrka af öllum þessum hlutum út um alla íbúð, en óneitanlega gleður íbúðin augað hvert sem litið er.
Árni býr í Reykjavík en ólst upp í Garðinum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og nam stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að því gefnu hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum, ásamt því að vera mikill áhugamaður um hönnun, arkitektúr og ljósmyndun. Árni hefur gaman að tónlist og leiklist, kvikmyndum og matargerð annarra. Hann viðurkennir fúslega að vera ömurlegur í eldhúsinu og leggur ekki á nokkurn mann að koma í mat til sín. Nýja dellan er að vaða um íslenska náttúru með myndavélina og reyna að ná góðum myndum með misjöfnum árangri. Árni er mikil félagsvera og nýtur sín best í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Hann er dýravinur, en gengur illa að eiga gæludýr. Þau annað hvort drepast eða flýja af heiman. Árni gleymir sér á netinu við að skoða fallega hönnun, heimili og fasteignasíðurnar eru í miklu uppáhaldi. Árni deilir með okkur því sem hann fellur fyrir hverju sinni og reynir að koma víða við í stílum og hönnun til að ná til sem flestra. Árni heldur úti Facebooksíðu þar sem hann deilir hugðarefnum sínum, enda kallar hann síðuna Hugarheim Árna.