Vaknar þú stundum á morgnanna og klórar þér í hausnum vegna þess að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú átt að gera við hárið á þér?
Sjá einnig: Smart og öðruvísi hárgreiðsla – Einföld að gera
Allir ættu að geta gert þessar hárgreiðslur en oft vantar bara hugmyndina. Galdurinn er þó alltaf sá að slaka á þegar þú ert að gera í þig greiðslu. Ófullkomnar greiðslur eru oftast þær flottustu.
Taktu helminginn af hárinu upp í snúð. Ef þú ert með sítt hár getur verið flott að fétta lokk eða lokka til þess að fá Boho útlit.
Einfaldir og fyrirhafnarlitlir liðir í axlasítt hár er æði.
Krullaðu hárið léttilega, taktu hluta af hárin þínu í tagl og skildu eftir mikið hár í hliðunum. Taktu síðan stóra lokka úr hliðunum og vefðu utan um taglið.
Taktu hárið að ofanverðu saman og settu í lausan hnút. Taktu síðan hárið frá eyrum og aftur úr í hnakka og gerðu annan snúð þar fyrir neðan.
Hárskraut getur gert hvaða greiðslu sem er sparilegri.
Fyrir ykkur sem eru með þykka hárið, er rosalega flott að gera mjög grófa úthverfa fastafléttu. Þú getur dregið hana aðeins til, svo að hún virðist ennþá stærri.
Einfaldur og kæruleysislegur snúður er eitthvað sem allar stelpur geta gert. Best er að loka augunum og skella í snúðinn og vera ekkert að spá í því hvernig hann lítur út.
Gróf fastaflétta. Eftir að þú hefur fléttað, skaltu toga aðeins í fléttuna til þess að láta hana virðast meiri um sig.
Fiskifletta gerir annars einfalda greiðslu áhugaverða.
Krullaðu hárið létt og taktu það saman í lágt tagl. Taktu því næst einn lokk úr taglinu og vefðu honum utan um teygjuna. Festu með ömmuspennu. Gott er að losa síðan örlítið um hárið í hliðum og að aftan.
Krullaðu hárið þitt léttilega og gerðu fastaféttu lauslega undir hnakka og festu síðan með teygju.
Þrjár úthverfar fastafléttur, festar með ömmuspennum í hvirfli.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.