Þessi einfaldi og bragðgóði réttur kemur frá Café Sigrún.
Einfaldur grænmetisréttur í ofni
- 85 g pastarör eða skrúfur úr spelti
- 1 blaðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar (miðjan notuð þ.e. hvíti endinn og blöðin ekki notuð)
- 85 g frosnar, grænar baunir
- 85 g frosið maískorn (má nota úr dós)
- 1 rauð paprika, fræhreinsuð og skorin í sneiðar eða bita
- 1 egg
- 2 eggjahvítur
- 20 ml sojamjólk
- 60 g magur ostur (einnig má nota sojaost)
- 2 msk parmesan ostur (má sleppa)
- 1 gerlaus grænmetisteningur
- Smá klípa steinselja
- Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt) og svartur pipar
- 0,5 tsk kókosolía
- 1 lítri vatn
Aðferð
- Skerið blaðlaukinn í sneiðar.
- Skerið paprikuna í helminga, fræhreinsið og skerið í sneiðar eða bita.
- Setjið grænmetisteninginn í pott með vatninu. Látið suðuna koma upp.
- Sjóðið paprikuna, maískorn, grænar baunir og blaðlauk í 5 mínútur.
- Bætið pastanu út í pottinn með grænmetinu og sjóðið í 5-7 mínútur eða þangað til næstum því tilbúið.
- Sigtið vökvann frá (þurfið ekki að nota hann meira). Setjið pastablönduna í stóra skál.
- Aðskiljið tvær eggjahvítur frá eggjarauðunum og setjið í skál ásamt einu heilu eggi. Hrærið sojamjólk út í ásamt helmingnum af ostinum.
- Kryddið eftir smekk (með steinselju, salti og pipar).
- Hellið eggjablöndunni út í pastablönduna og blandið vel saman.
- Smyrjið eldfast mót (sem tekur rúmlega 1 lítra) með kókosolíu (dýfið eldhúspappír ofan í kókosolíu og nuddið eldfasta mótið að innan).
- Hellið blöndunni allri í eldfasta mótið.
- Dreifið afganginum af ostinum yfir réttinn ásamt parmesan ostinum.
- Bakið við 180°C í 20 mínútur.
Endilega smellið inn like-i á Facebook síðu Café Sigrún.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.