Einfaldur kjúklinganúðluréttur

Það eru til rosalega margar góðar uppskriftir á veraldarvefnum en það er eitt sem hefur svolítið truflað mig. Þar sem ég versla oftast matvæli í lágvöruverðsversluninni Bónus er oft á tíðum í uppskriftunum hráefni sem getur verið erfitt að nálgast og þarf maður kannski að fara í 2-3 verslanir. Því ákvað ég að setja í þenna fína núðlurétt með hráefni sem fást öll í Bónus. Og var ég sko ekki fyrir vonbrigðum.

Uppskrift:

(fyrir c.a. 5 manns)

  • Kjúklingabringa – 600 – 800 gr.
  • Sesamolía – 2 msk
  • Hvítlauksrif – 5 stk
  • Rauð papríka – 1 stk
  • Græn papríka – 1 stk
  • Eggjanúðlur – 400 gr

Sósan:

  • Soja ósa – 140 ml
  • Engifer saxað smátt – 1 tsk
  • Púðursykur – 4 msk
  • 1 teningur kjúklingakraftur í 300 ml vatni
  • Hot pepper sauce (Santa Maria) – 1 msk
  • Hot chili paste Sambal Oelek (Santa Maria) – 1 tsk

Aðferð:

  • Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og steikið á pönnu. Kryddið með salti og pipar.
  • Takið kjúklinginn af pönnunni og steikið skornar papríkurnar í Sesamolíunni í 3-4 mín. Bætið þá pressuðum hvítlauknum á pönnuna og steikið með papríkunni þar til hún er orðin mjúk.
  • Sjóðið eggjanúðlurnar í c.a. 5 min.
  • Blandið öllu hráefninu fyrir sósuna í eina skála og hrærið saman.
  • Bætið kjúklingnum og sósunni á pönnuna með papríkunni og leyfið að sjóða í c.a. 3-5 min.
  • Bætið svo núðlunum á pönnuna og leyfið þeim að liggja í sósunni í nokkrar mín.
  • Rétturinn getur verið örlítið sterkur fyrir suma og því er kjörið að saxa niður blaðlauk og t.d. salthnetur og hafa „on the side“. Einnig er gott að hafa sýrðan rjóma með ef fólki finnst rétturinn of sterkur.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here