Stressið tekur oft sinn toll í kringum hátíðarnar, sama hvað maður ætlar sér að hafa allt á hreinu þetta árið. En kannski nærðu að finna þér stund heima þar sem þú getur gleymt þér í smá föndri. Það er fátt sem hefur jafn endurnærandi áhrif fyrir sálartetrið og að búa til eitthvað fallegt í góðu tómi.
Hér eru margar sniðugar hugmyndir sem börnin geta tekið þátt í. Sannkölluð gæðastund með þeim!
Skelltu Frank Sinatra á fóninn, opnaðu piparkökuboxið og brettu upp ermarnar.
Notaðu fingraför barnanna til þess að mála snjókalla á jólakúlur
.
Límdu saman íspinna sem þú málar græna. Síðan skreytirðu jólatréð
Málaðu snjókalla eða jólasveina á klósettrúllur. Börnin elska þetta
Málaðu köngul grænan og skreyttu sem lítið jólatré
Málaðu horn, augu og nef á fingrafarið
Svona gullfallegt dúllerí er fyrir lengra komna
Notaðu múffu-form til að útbúa falleg jólatré
Vertu með stórt dagatal á veggnum heima
Í næstu föndurbúð fæst efniviður til að gera kúlur sem þú límir svo saman
Stjanaðu við eldspítustokkinn og notaðu hann svo hver jól
Jólatré með hnöppum sem hægt er að ramma inn
Vírkúlur með perlum. Mjög fallegt í glugga eða á sjálft jólatréð
Jólastafir sem börnin geta málað og límt skraut á
Ein hugmynd til að nota bretti. Öðruvísi jólatré eða dagatal.
Litríkar tölur setja svo skemmtilegan brag á föndrið
Heimild: Architecture&Design