Lasagne er gott. Svo ótrúlegt gott. Í öllum útgáfum. Þessi mexíkóska útgáfa er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Þessi uppskrift er einkar einföld í framkvæmd og útkoman er alveg stórkostlega ljúffeng.
Sjá einnig: Lasagne með beikoni og sólþurrkuðum tómötum
Mexíkókst lasagne
4 kjúklingabringur
olía
salt
svartur pipar
1 bréf tacokrydd
2 rauðar paprikur
2 laukar
3 hvítlauksrif
600 ml matreiðslurjómi
2 krukkur salsasósa
8 meðalstórar tortillakökur
400 gr rifinn ostur
1 dós sýrður rjómi
1 poki Doritos
Sjá einnig: Dýrindis grænmetislasagna
- Skerið kjúklingabringur í litla bita og steikið á pönnu með smá olíu. Kryddið með salti, svörtum pipar og tacokryddi.
- Þegar kjúklingabitarnir eru gegnsteiktir, setjið þá í stóran pott. Skerið papriku, lauk og hvítlauk í litla bita og steikið í stutta stund þar til grænmetið fer að mýkjast.
- Blandið því svo saman við kjúklingabitana í pottinum ásamt matreiðslurjóma og salsasósu.
- Hitið að suðu og látið krauma við vægan hita í 10 mínútur.
- Ausið 1/3 af kjúklingasósu í botninn á stóru eldföstu móti og setjið 4 tortillakökur ofan á. Til að þær passi í mótið og nái að þekja kjúklinginn þarf að skera þær til.
- Setjið aftur 1/3 af kjúklingasósu jafnt yfir tortillakökurnar og leggið aðrar 4 kökur yfir.
-
Því næst er afganginum af sósunni ausið yfir tortillakökurnar og rifnum osti að lokum sáldrað yfir.Bakið í ofni við 200° í 20-25 mínútur eða þar til osturinn bráðnar og verður svolítið stökkur.
- Berið fram með sýrðum rjóma, Doritosflögum og ef til vill smá guacamole.
- Uppskriftin passar í stórt eldfast mót en ef þið eigið ekki til stórt þá þarf að minnka hana um 1/3.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.