Einföld leið til að setja á þig kinnalit fyrir þitt andlitsfall

Það er mjög einfalt að finna út hvernig best er að setja á sig kinnalit eða blush, eftir andlitsfalli þínu. Hér eru þrjár aðferðir á þrjár tegundir andlitsfalla, sem sýna hvar þú átt að bera á þig ferskan roða í kinnarnar.

Sjá einnig: Lítur þú fagmannlega út?

Langt andlit –  Settu litinn hringlaga á kinneplin eða rétt fyrir ofan þau.  Ef þú ert að nota kinnalit með glansi í, skaltu fara varlega og frekar bera hann á þig aðeins ofar á kinnarnar, svo það gefi lyftingu.

here-is-how-to-apply-blush-according-to-your-face-shape-1-768x960

Kringlótt andlit –  Settu litinn á ská frá eyra í átt að munni og blandaðu vel.  Reyndu að nota frekar mattan kinnalit vegna þess að glans getur látið andlitið líta út fyrir að vera enn kringlóttara.

here-is-how-to-apply-blush-according-to-your-face-shape-2-768x960

Ferkantað andlit – Berðu litinn á í bogadregnum hreyfingum undir kinnbeinin til þess að koma í veg fyrir að anlitið líti úr fyrir að vera of ferkantað.  Það mun draga athyglina að kinnunum, frekar en kjálkanum.

here-is-how-to-apply-blush-according-to-your-face-shape-3-768x960

Heimildir: womendailymagazine.com

SHARE