Einhverfa.
Einhverfa kemur fram við þriggja ára aldur,er taugafræðileg röskun á eðlilegum þroska sem kemur fram í skertri getu til félagslegra samskipta og tjáningar (ég t.d var mjög sein að byrja að labba og tala og eignaðist ekki marga vini á yngri árum)
Önnur helstu einkenni einhverfu eru einnig óeðlileg eða óæskileg hegðun eins og sjálfsörvandi hegðun sem er síendurtekin hegðun eins og rugg eða hlutum er snúið, áráttuhegðun, bergmál en það er þegar endurteknir eru hlutar af setningu eða heilar setningar sem aðrir segja annaðhvort strax eftir að setning heyrist eða eftir að ákveðinn tími hefur liðið, sjálfsskaðandi hegðun og mikil skapofsaköst. Börn með einhverfu tala oft í einum flötum tóni, sýna öðru fólki engin viðbrögð, sýna slakt eða ekkert augnsamband, skilja ekki félagslegar vísbendingar eins og svipbrigði eða líkamstjáningu. Magn einkenna og styrkleiki eru þó mjög einstaklingsbundin og einnig breytast þau hjá hverjum einstaklingi yfir tíma. Þroskahömlun og flogaveiki er algeng meðal barna með einhverfu. Margir einhverfir hafa einnig ADHD (athyglisbrest með ofvirkni).
Kristjana Guðmundsdóttir er einhverf og hér deilir hún sinni reynslu með okkur.
Mín reynsla af einhverfu er sú að ég verð oft reið, öskra á fólk og kasta hlutum. Þegar ég var yngri talaði ég mikið við sjálfa mig, þoldi ekki mikið af hljóðum . Ég er oft með mikla þráhyggju, þarf að tala um sama hlutinn aftur og aftur, einnig skipulegg ég oft fram í tímann. Mér finnst ég mun duglegri en aðrir krakkar. Krakkar tóku mér fyrst ekki alveg nógu vel, mér var mjög oft strítt í grunnskóla, en svo þegar þeim var sagt að ég væri einhverf þá tóku þau mér alveg býsna vel. Mér leið oft illa á yngri árum,var oft ein, en í dag líður mér vel . Á góðan kærasta og góðar vinkonur. Ég lít á mig sem bara venjulega manneskju þrátt fyir fötlun mína, ég er bara eins og ég er. Ég hugsa oft um það hvernig lífið væri ef ég væri venjuleg manneskja, mér persónulega finnst ég fín manneskja.
Ég var ekki inn í almennum bekk, ég var í sérdeild og hef verið í svoleiðis úrræði síðan í 6 bekk og er ennþá í svoleiðis úrræði núna í menntaskóla(MK).
Ég vil benda foreldrum sem eru að fara láta greina krakkana sína í fyrsta skipti á að fara í Greiningastöð ríkisins í Kópavogi.
Að lokum vil ég þakka fyrir mig og vona að þessi pistill komi að einhverjum notum og fræði ykkur foreldrana að vissu marki.