Einhverfur maður smíðar draumahús fyrir gæludýrin

Hann var greindur með Asperger þá 49 ára aldri og hefur ávallt forðast samskipti við fólk. Í raun má segja að hinn bandaríski Greg Kruger sé dæmigerður einfari en það er ekki að sjá á einkar sérstöku heimili hans.

Húsið er látlaust og einfalt, en afar sérstakt og inni fyrir ræður kærleikurinn og ástin ríkjum. En það er ekki hefðbundinn kærleikur og Greg á engan maka. Þess í stað á hann fjöldann allan af köttum og sækir styrk og vináttu í ferfætta vini sína.

Undanfarin 15 ár hefur Greg unnið sleitulaust að endurbótum á eigin húsi, svo kettirnir geti ferðast um á sínum eigin forsendum. Allar endurbæturnar sem framkvæmdar hafa verið eru til að fjórfættum vinum Greg geti liðið enn betur.

Leynigöng, haganlega smíðaðar brýr, tröppur og gangstígar liggja um allt húsið, sem gerir húsið að ævintýraveröld katta. Ótrúleg listasmíði sem erfitt er að gera sér í hugarlund. Sjón er sögu ríkari:

Tengdar greinar:

Upplifir einhverfuna sem litríkan ævintýraheim

Hann átti enga vini, nú eru þeir 285.000 og fjölgar stöðugt!

Geta börn vaxið upp úr einhverfu?

SHARE