Eins og hálfs mánaða biðtími eftir viðtali hjá Stígamótum – Þjóðarsálin

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

Góðan dag, ég ákvað að senda inn þetta bréf, eftir eins og hálfsmánaða bið eftir viðtali hjá Stígamótum. Falist var eftir tíma fyrir mig hjá þeim eftir að ég lenti í kynferðislegu áreiti sem leiddi sem betur fer ekki til nauðgunar. Ég hef beðið eftir þessum tíma til að geta tjáð mig við einhvern utan að komandi um málið en eftir allann þennan tíma hef ég velt því fyrir mér hvernig öðrum stelpum eða konum líður sem hafa lent ver í því en ég. Ætli þær séu látnar bíða allan þennan tíma líka eða ætli þær fái skjótari meðferð en ég? Ég vona það af öllu hjarta þeirra vegna vegna þeirrar vanlíðunar sem ég hef orðið fyrir í kjölfar minnar reynslu. Ég veit að peningar spila mikið hér inní en svona finnst mér ekki mega bíða. Enn er ekkert útlit fyrir viðtal fyrir mig á næstunni, því miður. Er ég að leita á ranga staðinn eða er þetta bara svona í samfélaginu yfir höfuð? Er ég að gera of miklar kröfur eða eiga þær rétt á sér?

SHARE