Það er ekki alltaf sældarlíf að vera hávaxin/nn. Fjórar mjög hávaxnar konur taka þátt í raunveruleikaþætti sem heitir Our Giant life. Þar tala þær um ókosti þess að vera of hávaxin og þurfa að takast á við daglegt amstur, ásamt því að tala um ástina og jákvæðu hliðarnar á hæðinni.
Lindsey er 27 ára og er ein stjarna þáttanna. Hún er fyrrum glímukona og segir sögu sína.
Segist fá hæðina frá föður sínum en hefur ekki séð hann frá því hún var 11 ára.
Lindsey er í heimsmetabókk Guinnes fyrir að vera hæsta leikkona heims í aðalhlutverki.
Colleen er tæplega tveggja metra há stelpa sem er í leit að kærasta.
Coleen fer á stefnumót í þættinum.
https://www.youtube.com/watch?v=1DjD68zdjhY&ps=docs
Nancy: Þessi 16 ára stelpa er rúmir 2 metrar á hæð og enn í framhaldsskóla.
Undirbýr sig fyrir lokaballið í skólanum: Það getur verið erfitt að fá á sig kjól þegar maður er rúmir tveir metrar.
Alltaf höfðinu hærri en skólasysturnar. Nancy á erfitt með að læra á bíl, þar sem fætur hennar komast varla undir stýrið.
Lindsey segir að hún er bara rétt eins og aðrar stelpur, fyrir utan að vera hávaxin.
Haleigh er að hugsa um að gifta sig en faðir hennar er hræddur um að unnusti hennar Bryan muni menga genasamsetninguna í fjölskyldunni.
Sjá einnig: 15 hlutir sem bara hávaxnar konur skilja – Myndband
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.