Einstaklega huggulegur og rómantískur staður

Ég hef alltaf haldið upp á Ítalíu á Laugaveginum. Staðurinn er lítill og heimilislegur og ótrúlega huggulegur og kósý. Ég mætti þarna á föstudagskvöldi án þess að vera búin að panta borð og bjóst ekkert endilega við að fá borð en við ákváðum að láta á það reyna. Við þurftum að bíða mjög stutt og sátum í setustofu á meðan.

Maturinn var bragðgóður og skammtarnir stórir og allir fengu nóg í magann. Reyndar pöntuðum við hvítlauksbrauð á undan sem var ekki nógu mikið bragð af en annað var bara meiriháttar.  Við tókum það fram við þjóninn að brauðið væri ekki að standast væntingar okkar og við vorum ekki látin borga fyrir það.

Þjónustan var persónuleg og mátulega hröð.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here