Þetta er hugsanlega pínlegasta auglýsing sem gerð hefur verið. Leikararnir eru lélegir og skilaboðin sem þessi auglýsing sendir eru vægast sagt furðuleg. Fyrir utan hvað konan er látin líta út fyrir að vera vitlaus er þetta skelfilega illa leikið. Konan virðist ekki gera annað en að skoða myndir af börnum sínum í tölvunni og hjálpa þeim með heimanámið, það má ekki gleyma því að hún sinnir húsverkunum líka. Hún virðist líka hafa mjög takmarkaðan skilning á tölvum, þetta eru skilaboðin sem Samsung sendir almenningi, flott þetta!
Karlmennirnir hafa þetta hinsvegar nokkurnveginn á hreinu. Þeir nota jú tölvuna til að geyma öll vinnuskjölin og þegar tölvan er orðin hæg vita þeir hvað þeir þurfa að gera. Myndbandið er í besta falli fordómafullt í garð kvenna, illa leikið og maður situr eftir með kjánahroll eftir þetta áhorf.
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”-y3XuhMJQ28″]