Einstaka sinnum heyrum við sögu sem gerir okkur orðlaus!!
Saroo Brierley týndist þegar hann var 5 ára og hafði ekki hugmynd um hvernig hann átti að komast aftur heim eftir að hann varð viðskila við fjölskyldu sína á lestarstöð á Indlandi. Fjölskylda frá Ástralíu ættleiddi hann. Í meira en 25 ár leitaði hann að fjölskyldu sinni og með aðeins sjónminni af æskuslóðum sínum, þá var þetta eins og að leita að nál í heystakki.
Til sögunnar kemur Google Earth. Saroo fór að eyða óteljandi klukkutímum þar í að ferðast um götur Indlands, alltaf með lestarstöðina þar sem hann fannst sem upphafsstað. Fyrir kraftaverk fann hann staðinn þar sem að hann ólst upp. Hann fór síðan og heimsótti æskuheimili sitt og urðu fagnaðarfundir með honum, móður hans og systkinum.
Saga Saroo er sögð í bókinni A long way home hér . En hverjar eru líkurnar á svona hjartnæmum endi? Þú munt gráta. Þú munt gleyma að um er að ræða auglýsingu fyrir Google. Þú munt einnig gleyma öllum pælingum um friðhelgi einkalífsins og hversu fáránlega krípí það er að gaurinn sem að þú ert að fara að hitta á stefnumóti er búinn að sjá húsið þitt á Google earth löngu áður en að deitinu kemur!
[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”UXEvZ8B04bE”]
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.