Eitt af hverju 10 smábörnum er með annað móðurmál en íslensku – Tungumálatorgið

 Í ljósi ábendinga fjölmiðla á að eitt af hverju 10 smábarna er með annað móðurmál en íslensku er vert að minna á Tungumálatorg. Á torginu fer fram frábært starf og er þar m.a. að finna mikið magn af kennsluefni og -leiðbeiningum.

Tungumálatorgið er verkefni með rætur í opinberri stefnumótun og skólastarfi.  Það byggir á starfi fjölmargra frumkvöðla og sýn á stöðu, þarfir og framtíð skóla­starfs.

Verkefnið var upphaflega skilgreint árið 2008 í menntamála­ráðu­neyt­inu og hlaut vilyrði fyrir styrkveitingu sem veitt var á grund­velli stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2008-2012.  Í kjölfar aðgerða til lækkunar á ríkis­útgjöld­um árið 2009 var verkefnið skorið niður en fór engu að síður af stað, eftir afmörkun, með stuðningi og samstarfi margra aðila.

Eiginleg framkvæmd verkefnisins hófst síðari hluta ársins 2009 með viðtölum við fjöl­marga aðila, greiningu opinberrar stefnumótunar, skýrsluskrifum, mótun verk­efnis, styrkjavinnu og myndun mikilvægs tengslanets.

Frá áramótum 2009-2010 hefur verið unnið að frekari mótun hugmyndafræðinnar, skipulagi og uppsetningu Tungu­málatorgs.  Drjúgur tími hefur farið í að skoða verkfæri á neti og velja um­gjörð fyrir vettvanginn.  Samhliða þessari vinnu hefur fjölbreyttu upplýsinga- og náms­efni verið safnað og sífellt fleira fagfólk hefur lagt verkefninu lið.

Í byrjun sumars 2010 hófst hin eiginlega vefuppsetning og varð þá afrakstur fyrsta verkefnisárs af þremur skilgreindum þróunarárum sýnilegur á netinu.

nám

SHARE