
Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir alla og ekki síst kóra. En ljósið í myrkrinu er það, að nú búum við við þeirri tækni að að heimurinn er í raun „pinku ponsu“ lítill. Hér tók barnakórinn „One Voice Children’s Choir“ sig saman og gerðu dásamlega útgáfu að laginu Memories sem hljómsveitin Maroon 5 gerðu svo vinsælt á sínum tíma. Best er bara að halla aftur augunum og hlusta á þessa snillinga.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.