Hvers vegna er orðið fita skelfilegt? Sért þú grönn, óttast þú að verða feit og sért þú feit, fyrirlítur þú sjálfan þig. Samt sem áður hofir þú jafnvel ekki á þykkari manneskju dæmandi augum en hugur þinn leitar samt sem áður í að vilja það heitast að vera grönn, en til hvers? Til þess að passa inn í einhverja ímynd sem er æskilegust til að lifa góðu lífi?
Hugsum vel um líkama okkar og sál, því þegar á botninn er hvolft skiptir heilsa þín mestu máli. Þú ert jafn frábær með mjúku línurnar þínar, jafnt og þú sem ert með litla fitu. Fjölbreytileikinn er dásamlegur og án hans væri lífið ekki svona skemmtilegt.
Sjá einnig: Er offita arfgeng?
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.