Eitthvað var sett í drykkinn hennar á djamminu

Fleiri og fleiri lenda í því að vera byrlað ólyfjan í drykkina sína á djamminu. Oft valda þessi lyf því að fólk verður berskjaldað og lendir í lífshættulegum aðstæðum. Í nýlegri könnun sem framkvæmd var af American Addiction Center kom í ljós að 44% karla og 56% kvenna telja sig hafa orðið fyrir því að eitthvað var sett í drykkinn þeirra, en 900 manns tóku þátt í könnuninni.

Sjá einnig: „Hann hélt hann væri klárari en dópið“

Eitt svakalegt svona atvik átti sér stað nýlega í Southend, Essex, en 18 ára stúlka, Millie Taplin, var að skemmta sér með vinum sínum á næturklúbbinum Moo Moo en hún var nýorðin 18 ára og mátti því vera á staðnum. Hún sagði í viðtali: „Ég fékk mér nokkra litla sopa, alls ekki mikið því drykkurinn var sterkur og ég er ekki hrifin af sterkum drykkjum!“ Millie varð fljótt mjög veik og var flutt á spítala.

Drykkinn hafði maður gefið henni inni á staðnum og sagði að þetta væri vodki í límonaði. Hún tók, sem fyrr segir, örfáa sopa og fór svo út á reykingasvæðið. Þegar hún kom til baka var eitthvað svakalegt í gangi en henni leið eins og hún hefði drukkið alltof mikið.

Millie segir að hún hafi verið meðvituð um umhverfi sitt allan tímann. „Ég gat svarað fólki í huganum en gat ekki komið orðunum út. Þetta var ekkert smá hrikalegt. Ég var á staðnum í huganum en ekki í líkamanum.“

Sjá einnig: “Ég rankaði við mér í fangaklefa, vissi ekki neitt og mundi ekkert.”

Móðir Millie, Claire, segir að hún hafi verið svo lasin að hún hafi hvorki getað labbað né talað. Vinur Millie kom henni í læknishendur en þetta ástand varði í 3 til 4 klukkutíma og var hún útskrifuð daginn eftir. Millie upplifði einhverskonar flog eða krampa og var með galopin augu, krepptar hendur og kjálkana spennta. Claire tók myndbandið til að sýna heiminum hvað getur gerst úti á lífinu og vara ungt fólk við.

SHARE