Ekki eru allar konur með sléttan maga 6 vikum eftir fæðingu

Myndir af hertogaynjunni af Cambridge, sem er betur þekkt sem Kate Middleton, birtust í öllum helstu fjölmiðlum um síðustu helgi þar sem hún lék sér við son sinn. Það sem vakti athygli fjölmiðla var það að Kate var með alveg sléttan maga einungis 6 vikum eftir að hafa alið sitt annað barn.

Á sama tíma og fjölmiðlar eru gáttaðir á því hversu fljót hertogaynjan var að skreppa aftur saman er það orðin ákveðin samfélagsleg pressa á konur að koma sér aftur í sitt besta form eftir meðgöngu á sem stystum tíma.

Sjá einnig: Kate Middleton og George prins horfðu á pólóleik

Reiðkonan og barnabarn Elísabetar Bretadrottningar, Zara Phillips, fékk að finna fyrir því þegar hún mætti á The Royal Ascot í Bretlandi að það að vera með smá maga þýddi einungis að hún hlyti að vera ólétt. Zara klæddist gulum aðsniðnum kjól sem var óheppilegur í sniðum þar sem hann ýtti undir maga hennar. Fjölmiðlar fóru því á flug þegar það náðust myndir af henni á viðburðinum og héldu því fram að hún væri komin 5 mánuði á leið.

Sjá einnig: Fullkomin lítil prinsessa er fædd

Zara er þó ekki komin 5 mánuði á leið eins og svo margir vildu meina. Töluvert líklegra er að kviðvöðvar hennar séu hreinlega ekki gengnir saman að fullu eftir að hún átti dóttur sína Miu í janúar árið 2014. Hjá flestum konum gengur bilið sem myndast á milli kviðvöðvanna sem kallast rectus abdominis til baka nokkrum mánuðum eftir fæðingu en það gerist þó að þeir gangi lítið sem ekkert til baka kallast og kallast það diastatis recti.

Talsmaður Zöru gaf út tilkynningu á þriðjudagskvöldið þar sem hann sagði að hún ætti ekki von á barni og væri á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikanna í Rio á næsta ári.

Sjá einnig: Meðganga – Nokkur atriði sem ágætt getur verið að hafa í huga

Screen Shot 2015-06-18 at 00.44.54

Sjá einnig: Það sem konum er ekki alltaf sagt um meðgöngu – Nokkur atriði

29AAEDD600000578-3128645-image-m-34_1434572289619

SHARE