Ekki hollt að borða morgunmat?

Ég ætla að segja ykkur smásögu.

Hún situr ein við barinn og keðjureykir. Ykkur er óhætt að trúa mér að allir viðstaddir- einhleypir eða harðgiftir glápa úr sér augun og það myndir þú líka gera. Þér er alveg óhætt að trúa því. Ég veit hvað ég er að segja.

En hér er einn hængur á og hann snýst um vísindalega athugun. Kapparnir sem þarna eru að glápa vita ekki hvort „hún“ er karl eða kona nema þeir einfaldlega bjóði henni heim með sér og þeir athugi málið þar.

Ég nota þessa líkingasögu (analogy) þegar byrjað er að tala um rannsóknir- einkum og sér í lagi á einhverju sem ég tel illa grundað. Það sem gerist nefnilega mjög oft er að hinir svokölluð sérfræðingar  bregða fyrir sig einhverjum orðum  og ónýtum rökum til þess að skipta út sönnunum fyrir skoðunum sínum.  Verkurinn er að þó að maður athugi að eitthvað verður það ekki sannleikkur við það.

Ég komst að þessu eftir áralanga athugun á ýmsum fullyrðingum um neyslu kolvetna. Mikið af þessum skrifum er bara innistæðulaust skraf og er alls ekki byggt á rannsóknum sem byggjandi er á.

Auðvitað hefst vísindleg rannsókn á athugun. Um aldir hafa athuganir afreksmanna vísindanna komið okkur á braut framfaranna. En athugun er aðeins fyrsta skrefið á ferlinu. Vísindamaðurinn verður að taka önnur skref áður en hægt er að draga ályktanir  og ákveða famhaldið.

2 skref: Þegar eitthvað fyrirbæri hefur verið athugað reynir vísindamaðurinn að útskýra það sem hann sá.

3 skref: vísindamaðurinn sannprófar  útskýringu sína á ýmsa vegu til að ganga úr skugga um að hún standist.

Þá fyrst er hægt að halda áfram. Svona virka vísindin. En í iðnaðinum sem fæst við heilsuna og ásigkomulag líkamans virðist þetta ekki vera svona. Æfingameistararnir horfa og stökkva svo á ályktanir. Þessa vegna eru allar þessar misvísandi upplýsingar á sveimi —svo margar tillögur um grennandi mataræði, svo mörg æfingaplön og svo mikið af öllu mögulegu öðru.

En ein villan sem sprottin er af athugun einni saman plagar mig hvað mest. Hún er kölluð hollur morgunmatur.

Hugsunin:  Morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins. Þú verður hraustur, ánægður, hress, skarpur, grannur, öflug kynlífs og æfingamaskína af því morgunverðurinn  kemur brennslunni strax af stað  og þú byrjar daginn eins vel og hægt er af því að þú fékkst eldsneytið fyrir mannfólkið, kolvetnin.

 

Athugunin: Allir sem eru svo ótrúlega vel á sig komnir borða morgunmat og þess vegna er morgunmaturinn lykillinn að velgengni þeirra. Þessi fullyrðing er auðvitað studd orðaflaumi og öllum þeim röksemdum sem hægt er að hugsa sér.  Ef þú hefur ekki borðað neitt alla nóttina þarf líkaminn að fá mat, hann er hungraður. Það hlýtur að vera. Ef þú borðar mikið um morguninn fer brennslan strax af stað og þú brennir öllu sem þú borðaðir. Og af því heilinn starfan mun betur þegar hann fær kplvetni gengur þér allt betur í vinnu og skóla ef þú borðar morgunmat sem er með miklum kolvetnum og lítilli fitu.

Raunveruleikinn: Þegar ég byrja að vinna með fólki segi ég því að hætta að borða morgunmat. Morgunmatur er algjört rugl og þú ættir ekki að borða hann.

Nú skal ég segja þér hvað gerist í hormónabúskap líkamans um kl. 7 á morgnana.  Kortisol gildin hækka yfir nóttina og ná loks hámarki. Það er algengur misskilningur að að kortisol hafi þau áhrif að þegar líkaminn fær ekki næringu fari hann að nærast á eigin vöðvum. Þetta er ekki rétt. Þegar talað er um að eitthvað sé niðurbrjótandi (catabolic) er átt við að efni sé brotið niður og breytt í orku.  Vegna flókinna efnaskipta virkar kortsolið þannig að það eykur fitubrunann á morgnana.

Ghrelin heitir hormónið sem stjórnar hungurtilfinningunni og matarlyst. Það seytist út í blóðstrauminn alla nóttina og er í hámarki þegar maður er að vakna. Auk þess sem þetta hormón vekur hungurtilfinningu er það líka hvati fyrir vaxtarhormónið. Þegar þetta er að gerast og gildi vaxtarhormónsins eykst losar líkaminn meira af fitu til brennslu og dregur úr að prótín  fari í brennslu.  Ef þú borðar ekki kolvetni á morgnana (nánar tiltekið- ef þú eykur ekki insúlín framleiðsluna) er vaxtarhormónið mest u.þ.b. tveim klukkustundum eftir að þú vaknar.

Líkaminn byrjar daginn sem fitubrennsluvél og það skiptir miklu að rugla ekki það ferli. :þú brennir miklu meiri fitu þegar þú ert að æfa ef þú hefur ekki  borðað áður. Regla kemst líka á ýmis emzym sem eru afar mikilvæg varðandi fitubrennsluna.

Gerum ráð fyrir að þú borðir morgunmat sem inniheldur 30 gr. eða jafnvel meira af kolvetnum. Insúlín gildið hækkar um leið og blóðsykurinn hækkar og það kemur af stað falli. Þetta hækkaða insúlín að  morgni til dregur stórlega úr fitubrennslunni það sem eftir er dagsins  sem er meiri háttar vandamál því að kortisol gildið er áfram hátt. Afleiðingin er sú að nýjar fitufrumur myndast og  gildin fyrir ghrelin og vaxtarhormónið lækka. Með öðrum orðum setur maðru allt í uppnám í líkamanum og truflar allt það góða ferli sem verður þegar maður vaknar- með því að borða morgunverð.

 

Það sem ég hef verið að lýsa er raunveruleiki, ekki athugun. Í ljósi þessa ferð þú kannski að hugsa að við ættum kannski að bíða með morgunverð í dálítinn tíma eftir að við vöknum- að minnsta kosti þangað til kortisol gildin eru komin í jafnvægi sem tekur nokkra tíma.  Þegar við fórum að leita að rannsóknum um málið komumst við að því að það muni vissulega vera leið til að losna við fitu og fá hana ekki á sig með því hreinlega að sleppa kolvetni í morgunmatnum.

Tveir hópar voru rannsakaðir, annar sem fékk flestar hitaeiningarnar í byrjun dagsins og hinn sem sleppti morgunmat og borðaði aðallega seinni hluta dagsins. Hvernig kom þetta út?   Fyrri hópurinn sem fékk margar hitaeiningar á morgnana (borðaði stóran morgunverð) léttist meira en hinn hópurinn.

Bíddu við og leyfðu mér að segja þér hvað raunverulega gerðist áður en þú hættir að lesa og segir mér að nú hafi heldur betur komist upp um ruglið í  þessum kenningum mínu.  Ástand líkama fólksins var rannsakað á undan og eftir tilrauninni og þar sjáum við raunveruleikann. Það er rétt að fólkið sem borðaði (vel) á morgnana léttist meira en það missti aðallega vöðva en ekki fitu.   Hinn hópurinn sem borðaði aðallega á kvöldin missti aðallega fitu en ekki vöðvana. Finnst ykkur það nokkuð áhugavert?

Hvað finnst ykkur um skynsemi þess að sleppa kolvetnum í morgunmatnum? Skyldi það í alvöru slæva okkur og draga úr andlegri getu okkar?  Allar upplýsingar um þetta mál sem ég hef séð eru tilviljanakenndar. Er það sannað með rannsóknum að kolvetnismorgunverður  eða yfirleitt nokkur morgunverður bæti getu okkar til hugsunar?  Já, það gerist ef verið er að rannsaka  vannært fólk.

Rannsakendur létu hóp barna sem þeir voru að rannsaka ekki fá morgunmat og fengu þeir fyrstu máltíð dagsins á hádegi en annar hópur fékk svokallaðan blandaðan morgunverð. Og vher var árangurinn?  Þegar krakkarnir sleppa morgunverði taka þeir eftir, hegða sér vel og standa  sig á allan hátt berur allan daginn. Við viljum nú ef til vill ekki trúa þessu en þetta er það sem ég á við um athugun og sannanir. Hér hlýtur að vera eitthvað mjög áhugavert í gangi því að vel stæðir foreldrar sem hjálpa börnunum sínum með heimanámið og fleira gefa þeim yfirleitt líka alltaf morgunmat.

 

Markmið mitt með þesari grein er að reyna að draga fram það sem máli skiptir andstætt því að eltast við það sem alls konar æfingar- grenningar- spekingar láta frá sér fara. Í fáum orðum sagt er morgunmaturinn ekki mikilvægasta máltíð dagsins og satt að segja er betra fyrir þig að sleppa honum.   Sjálfur bíð ég nokkra klukkutíma áður en ég fæ mér að borða ef ég er að hugsa um að léttast.

Mín ráð eru þau að þú skulir bara sleppa kolvetnum í morgunmatnum eða sleppa honum alveg. Ég hef rakið hvað hangir á spýtunni, lestu það!  Morgunmaturinn skiptir minnstu hvað varðar næringu og gæti valdið þér skaða .

Við rákumst á þessa grein og fannst hún nógu áhugaverð til að þýða hana og koma henni áfram. Greinin er upprunalega skrifuð af DH. Kiefer sem er menntaður í stærðfræði og læknisfræði. Hann hefur stundað ýmsar rannsóknir og þessi hér að ofan er ein af þeim.

Heimildir: http://www.dangerouslyhardcore.com/

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here