Ekki víst hvort drengurinn sem olli 12 ára drengnum áverka sem urðu honum að bana verði kærður

Foreldrar drengsins, Bailey Oneill, eru ekki sáttir við viðbrögð skólayfirvalda eftir árás á son sinn sem leiddi til dauða hans eins og við fjölluðum um fyrr í dag. Fram kemur í fréttum ytra að drengurinn sem ráðist hafði á Bailey var einungis vikið úr skóla í 2 daga eftir að árásin átti sér stað.

Foreldrar drengsins standa fast á því að drengurinn hafi orðið fyrir einelti í skólanum en skólayfirvöld og lögregla hafa enn ekki viljað staðfesta það.

Skólayfirvöld segja að þarna hafi verið um að ræða slag á milli tveggja drengja sem hafi haft þessar hræðilegu afleiðingar. Talið er að árásin hafi náðst á myndband.

Lögreglan er að rannsaka málið og það er enn óákveðið hvort drengurinn verði ákærður.

Drengurinn hlaut alvarlega áverka eftir árásina og var haldið sofandi í nokkrar vikur, hann lést af sárum sínum síðasta sunnudag.

Tengdar greinar:
12 ára drengur laminn til bana af skólafélaga sínum

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here