Ekta Amerískar súkkulaðibitakökur – Uppskrift

Þessi uppskrift gæti ekki verið meira Amerísk og dásamlega góðar smákökur.

2 ½ bolli hveiti

1 tsk matarsódi

1 tsk salt

1 bolli smjörlíki

¾ bolli sykur

¾ bolli púðursykur

1 tsk vanilludropar

2 egg

2 bollar súkkulaðibitar

1 bolli heslihnetur  (má sleppa)

Púðursykri, sykri, smjörlíki og vanilludropum hrært saman.  Síðan eggi, eitt í einu.  Þurrefnum blandað saman við og svo síðast súkkulaðinu og heslihnetum.  Sett með teskeið á plötu og bakist við 180° í ca: 10 mínútur.

Ef þig langar að deila með okkur uppskrift, sendið okkur þá á ritstjorn@hun.is ásamt mynd/um

SHARE