Ekta sveitaball með Greifunum er eitthvað sem margir hafa upplifað. Sumir hafa hitt maka sinn á slíkum uppákomum og aðrir eiga góðar minningar frá sveitaböllum þar sem Greifarnir halda uppi stuði.
Greifarnir verða á útopnu á sveitabali í Úthlíð um helgina, nánar tiltekið í kvöld klukkan 22 og það gæti því verið tilvalið fyrir fólk sem hefur hugsað sér að fara úr bænum að kíkja á sveitaball.