El sombrero borgarar

Þessir borgarar eru ekkert smá djúsí, ég hreinlega elska þá.

Fæ stundum svona hjá Röggu mágkonu og er þessi uppskrift frá henni.

 

Uppskrift:

500 gr nautahakk

2 egg

1 bréf beikon

1 mexíkóostur

1/2 rauðlaukur

Cheddar ostur

Aðferð:

Beikonið steikt og sett svo til hliðar látið kólna og saxað niður í hæfilega bita.

Mexíkó osturinn er rifinn niður á grófu rifjárni. Rauðlaukurinn er saxaður nokkuð smátt.

Hakkið sett í skál og losað sundur með sleif. Eggjum bætt útí ásamt beikoni, mexíkó ost og rauðlauk. Blöndunni skipt í 4 parta og hver partu mótaður í hamborgara.

Borgarinn er steiktur á pönnu eða grillaður 1 eða 2 sneiðar af Cheddarosti settar á í lokin.

4 hamborgarabrauð

Tómatar, Gúrkur og Kál

Avacado eða Cuacamole.

Chilli majónes( 1 msk chilli sósa 4 msk majónes )

Sjá meira:Lárperumauk/Guacamole

 

Borgarinn  er settur í brauðið með grænmeti og chillimajó ofan á.

Geggjað gott að drekka einn ískaldan með.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here