Þessir borgarar eru ekkert smá djúsí, ég hreinlega elska þá.
Fæ stundum svona hjá Röggu mágkonu og er þessi uppskrift frá henni.
Uppskrift:
500 gr nautahakk
2 egg
1 bréf beikon
1 mexíkóostur
1/2 rauðlaukur
Cheddar ostur
Aðferð:
Beikonið steikt og sett svo til hliðar látið kólna og saxað niður í hæfilega bita.
Mexíkó osturinn er rifinn niður á grófu rifjárni. Rauðlaukurinn er saxaður nokkuð smátt.
Hakkið sett í skál og losað sundur með sleif. Eggjum bætt útí ásamt beikoni, mexíkó ost og rauðlauk. Blöndunni skipt í 4 parta og hver partu mótaður í hamborgara.
Borgarinn er steiktur á pönnu eða grillaður 1 eða 2 sneiðar af Cheddarosti settar á í lokin.
4 hamborgarabrauð
Tómatar, Gúrkur og Kál
Avacado eða Cuacamole.
Chilli majónes( 1 msk chilli sósa 4 msk majónes )
Sjá meira:Lárperumauk/Guacamole
Borgarinn er settur í brauðið með grænmeti og chillimajó ofan á.
Geggjað gott að drekka einn ískaldan með.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!