
Nei nú skulum við aðeins rífa í handbremsuna. Þetta er með því ógeðslegasta sem ég hef séð. Maðurinn er, án gríns, að búa sér til máltíð sem hann tekur svo með sér inn í farþegarýmið í ælupoka og gæðir sér á þessu.
Ég set samt alveg spurningamerki við það að maðurinn hafi komist með þennan litla rafgeymi inn í vélina, en fyrir utan það, þá er þetta bara allt frekar ógeðslegt. Ég reyni sjálf að komast í gegnum ferð á svona klósett án þess að koma við eitthvað með berum höndum og nota pappír á alla rofa og læsingar. EN ÞETTA!
Sjá einnig:

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.