Hilmar Þór Norðfjörð kallar ekki allt ömmu sína. Hann á smekklegt og retró raðhús í Vesturbænum.
Hilmar vildi gera eitthvað fyrir eldhúsið heima hjá sér, fór á stúfana og fékk tilboð í nýja eldhúsinnréttingu með uppsetningu. Innréttingin kostaði 280.000 og uppsetning um það bil 160.000. Í stað þess að skella sér á þetta fór Hilmar í verslun, keypti dökkgrátt lakk, pússaði fletina og lakkaði tvisvar. „Hún er ein og ný og heildarkostnaður, fyrir utan vinnuaflið (mig), var 6000 kr.“
„Þetta eru bara neðri skáparnir en efri eru „original“. Var að spá í að skipta um borðplötu en er líka ánægður með hvernig hún tengir saman neðri og efri skápanna. Það eru smá mynstur í henni, hugsa að hún verði bara áfram,“ segir Hilmar sem gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingu á myndunum hér á Hún.is.
Hilmar á heimili sínu.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.