Eldri fyrirsætur ryðja sér til rúms sem aldrei fyrr

Stelpurnar á Nude Magazine segja hér frá rísandi trendi í tískuheiminum – fegurð eldri kvenna:

Franska snyrtivörumerkið L’Oréal réði á dögunum stórleikkonuna Helen Mirren til að vera eitt af andlitum fyrirtækisins. Í fréttatilkynningunni sem L’Oréal sendi frá sér vegna þessa kom m.a. fram að könnun hafi verið gerð á vegum fyrirtækisins þar sem 9000 konur voru fengnar til aðstoða við val á næsta andliti merkisins. Niðurstaðan var sú að það var óskarsleikkonan Helen Mirren sem náði til flestra þátttakenda. Meðal orða sem notuð voru til að lýsa hinni 69 ára gömlu Mirren voru einlægni, gáfur og glamúr og sögðu konurnar hana aðeins verða betri eftir því sem hún eldist. Sjálf segir hún að það sé mikið ævintýri að eldast og er sammála því að hún batni með aldrinum.

„Ég er ekki glæsileg, ég hef aldrei verið það, en ég hef alltaf litið allt í lagi út og mig langar til að halda því áfram. Ég vona að ég geti veitt konum sjálfstraust og hvatt þær til að gera sem mest úr eigin náttúrulegu fegurð. Við erum allar þess virði“

„Ég er ekki glæsileg, ég hef aldrei verið það, en ég hef alltaf litið sæmilega út og mig langar til að halda því áfram. Ég vona að ég geti veitt konum sjálfstraust og hvatt þær til að gera sem mest úr eigin náttúrulegu fegurð. Við erum allar þess virði“ – Mynd: Helen Mirren fyrir L’Oréal

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem L’Oréal fær eldri leikkonu til liðs við sig. Meðal kvenna í 50+ flokknum sem fyrirtækið er með á sínum snærum auk Mirren eru m.a. Jane Fonda (77) og Diane Keaton (69). Það verður sífellt algengara að konur yfir fimmtugu sitji fyrir í stórum auglýsingaherferðum. Tísku- og snyrtivörubransinn virðist smám saman vera að átta sig á því að þessi aldursflokkur er langstærsti kúnnahópurinn og því sé vel við hæfi að hluti af fyrirsætunum sem eru notaðar í auglýsingar frá þeim séu í þeirra aldursflokki. Konur kjósa frekar að sjá konur í auglýsingum sem þær geta samsamað sig með og ætti það að hafa verið augljóst frá upphafi. Samt eru aðeins rétt rúmlega 20 ár síðan Isabella Rosselini, ein fallegasta kona heims á þeim tíma, verið látin fara sem andlit Lancôme þegar hún náði 40 ára aldri vegna þess að hún þótti vera orðin of gömul. En nú er öldin sem betur fer önnur og snyrtivöru- og fatamerkin keppast við að næla sér í þroskaðar konur til að sitja fyrir hjá þeim.

Joan Didion (80)

celine-joan-didion-spring-2015-holding

Nýja herferð Céline hefur vakið mikla athygli en rithöfundurinn Joan Didion 80 ára er stjarna herferðarinnar.

Jessica Lange (65) 

56.060

Jessica Lange er verðlaunaleikkona sem hefur leikið í fjölda mynda á löngum ferli sínum. Hún er ennþá að og  leikur m.a. í þáttunum American Horror Story. Hún var fengin til að vera nýtt andlit snyrtivörulínu Marc Jacobs og er stórglæsileg á myndunum úr auglýsingaherferðinni.

Linda Rodin (65)

the-row-pre-fall-2014-23_172740369497

Mary-Kate og Ashley Olsen fengu hina stórglæsilegu Lindu Rodin til að sitja fyrir í herferð fyrir haustlínu fatamerkisins þeirra, The Row. Á yngri árum starfaði Rodin sem fyrirsæta og gegndi eitt sinn stöðu tískuritstjóra hjá Harper’s Bazaar. Í dag er hún eigandi og stjórnandi fyrirtækisins Olio Lusso sem hún stofnaði sjálf og framleiðir andlitsolíur.

Charlotte Rampling (68)

IN10357345155_Teller_MJBook

Charlotte Rampling fyrir NARS

Enska leikkonan sat fyrir í kynþokkafullum auglýsingum fyrir Marc Jacobs árið 2004 þar sem hún m.a. lá hálfnakin í hótelrúmi með listamanninum William Eggleston. Núna tíu árum síðar er hún andlit 20 ára afmælisherferðarinnar hjá snyrtivörurisanum NARS. Þeir hafa svo ráðið hina 54 ára gömlu Tildu Swinton til að taka við af henni næsta vor.

Lauren Hutton (71)

69-year-old-Lauren-Hutton-stars-in-new-ad-campaign-for-Lucky-Brand

„Hrukkurnar okkar eru medalíurnar sem við fáum fyrir að komast í gegnum lífið. Þær standa fyrir það sem við höfum gengið í gegn um og það sem við viljum vera.“ – Mynd: Lauren Hutton fyrir Lucky Brand

Lauren Hutton er reynslubolti í fyrirsætuheiminum en hún hefur unnið við það frá unga aldri. Hún hefur t.d. setið fyrir hjá Vogue 26 sinnum og prýtt forsíðu blaðsins. Þegar Lucky Brand var að vinna auglýsingaherferð fyrir haustlínuna í fyrra fengu þeir Hutton til liðs við sig.

Jackie O’Shaughnessy (62)

20120709-legy-trendi-szettart-labu-hatvanassal

Jackie O’Saughnessy var nýflutt frá Los Angeles til New York þegar hún gaf sig á tal við ókunnuga konu sem sat við hliðina á henni á veitingastað. Það kom svo á daginn að ókunnuga konan vann fyrir American Apparel og heillaðist hún mjög af Jackie. Hún bauð henni að koma í myndatöku og síðan þá hefur hún setið reglulega fyrir hjá merkinu.

Catherine Deneuve (71)

Louis-Vuitton-SS14_Catherine-Deneuve-01

Catherine Deneuve fyrir Louis Vuitton

Marc Jacobs virðist vera manna hrifnastur af því að nota eldri fyrirsætur í auglýsingar hjá sér og áður en hann kvaddi Louis Vuitton fékk hann nokkrar einstakar fyrirsætur til að sitja fyrir í herferð fyrir vorlínuna ’14. Þar á meðal var franska stórleikkonan Catherine Deneuve.

Leslie Winer (60)

12631799584_15968dc03f_o-636x840-1

Vivienne Westwood fékk tónlistarkonuna og ljóðskáldið Leslie Winer til að sitja fyrir í herferð hjá sér sem mynduð var af Juergen Teller fyrir haust-og vorlínuna 2013/14.

Getur verið að við séum að komast yfir æskudýrkunina og loksins farin að trúa því að sönn fegurð sé tímalaus? Tísku- og snyrtivörubransinn virðist að minnsta kosti vera að breyta hugarfari sínu og markaðsaðferðum. Vonandi verður það til þess að konur taki aldurinn í sátt í auknum mæli og að pressan á konur til að mæta óraunhæfum útlitskröfum minnki. Ég fagna þessum breytingum og hlakka til þess að eldast sem aldrei fyrr.

 Nude Magazine

 Tengdar greinar:

Carmen Dell’Orefice (84) er elsta ofurfyrirsæta heims

Simon Cowell: „Hún er kynþokkafyllsta kona sem ég hef séð“

Carmen Electra – Fertug og flengd í New York – Myndir

SHARE