Eldum ódýrt – Surimi “pasta”

Hrikalega bragðgóður en auðveldur réttur, ódýr í framleiðslu þar sem pakkinn af Surimi er aðeins um 250kr og ég notaði ¼ fyrir minn skammt.

Einnig inniheldur þessi réttur innan við 200kcal.
Ég notaði bara lítið af sætri kartöflu (endann af henni) því ég átti það bara eftir og það var alveg nóg.
Notið eins mikið grænmeti og ykkur lystir og hvaða grænmeti sem er !

 

Þú þarft:

 

* Surimi (fake krabbakjöt)

* Brokkolí

* Sæta kartöflu

* Scarlott lauk

* Sveppi

* Tamari soya

 

Aðferð:

 

Spreyjaðu pönnuna þína og settu brokkolí og sæta kartöflu smátt skorið út á, eldaðu þar til það verður orðið aðeins mýkra, bættu þá sveppum, lauk og surimi út á.

Eldaðu örlitla stund.

Bættu 1 msk af tamari soya út á og blandaðu.

 

VOILA tilbúið!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here