Samkvæmt breska slúðurtímaritinu OK! er Elísabet Englandsdrottning ekki parhrifin af skóbúnaði Katrínar hertogaynju og hefur fyrir vikið látið hana heyra það. Katrín sést oftar en ekki í skóm með fylltum hæl og slíkir skór eru drottningunni víst ekki að skapi.
Sjá einnig: 208% söluaukning á gulum kjólum þökk sé Katrínu Middleton hertogaynju
Heimildarmaður tímaritsins segir:
Drottningin er ekki aðdáandi svona skóa. Henni er mjög illa við fyllta hæla og þetta eiga konurnar í konungsfjölskyldunni að vita.
Já, það er ekki dans á rósum að tilheyra konungsfjölskyldu. Það er á hreinu.