“Elsku fallegasti Depill minn er dáinn!”

Aldís Ósk fékk hundinn Depil í sumargjöf frá kærasta sínum. Hundurinn kom frá Dalsmynni og dó skyndilega. Aldís er sorgmædd og reið og við birtum hér færslu frá henni þar sem hún segir sögu sína á síðu fyrir Bulldog eigendur.

“Elsku fallegasti Depill minn er dáinn! Kærastinn minn kom með hann heim sem sumargjöf. Hann keypti hann í Dalsmynni. Ég persónulega myndi aldrei kaupa þaðan vegna þess hve mikið slæmt ég hef heyrt og þekki nokkra sem hafa keypt þaðan og hundarnir þeirra dáið skyndilega. Depill var úr sama goti og hvolpurinn í fréttunum með ormana. Ég fór með hann á dýraspítalann og hann fékk lyf við ormunum og vorum við búin að vera gefa honum lyfin 2x á dag í 20 daga. Skyndilega, heima hjá frænku sinni laggst hann á hliðina, blóð kom úr munninum og hann andaði ört. Hún hringdi á dýraspítalann og þau sögðu henni að hafa engar áhyggjur, hann hefði líklegast bara bitið í tunguna á sér og ofkeyrt sig í leik. Hann stóð upp og byrjaði að leika sér á ný þannig að hún tók mark á dýralækninum. Stuttu seinna gerði hann þetta aftur og byrjaði þá saur að vellast út úr endaþarminum. Alltof stuttu seinna var hann dáinn:( Ég er svo reið út í konuna í Dalsmynni. Depill kom með ættbók og heilsufarsbók sem er greinilega allt haugalygi. PLÍS ekki kaupa þaðan því þetta er hryllingur að lenda í. Er ekkert sem við getum gert, öll sem heild? Farið í mál, stefnt henni? HVAÐ ÞARF AÐ GERAST TIL AÐ ÞESSU VERÐUR LOKAÐ???!! HVERSU MÖRG DÝR ÞURFA AÐ DEYJA????!!!”

Aldís segir að hundurinn muni fara í krufningu á morgun en hún segir að fjöldinn allur af fólki hafi kvartað undan Dalsmynni og lent í því að fá veika hvolpa frá þessari ræktun.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here