Aldrei upplifað þá freistingu að spyrja makann hversu marga elskhuga eða ástkonur viðkomandi hafði komist í kynni við áður en þið tókuð saman? Jafnvel borið spurninguna upp?
Ertu jafnvel ein/n þeirra sem lætur þetta allt sig litlu varða? Finnst þér spurningin jafnvel ömurleg í eðli sínu? Hvers vegna skiptir fjöldi elskhuga eða ástkvenna máli? Erum við í raun einhverju betri sett þó fortíðin sé lögð á borðið?
Hvað myndir þú gera ef spurningin væri lögð fyrir þig? Í myndveri? Fyrir framan upptökuteymi? Með makann við hlið þér? Gripir þú til lyga? Segir satt frá?
Skiptir talan í raun svo miklu máli? Vitringarnir á Elite Daily gerðu einmitt það – króuðu nokkur grunlaus pör af í stúdói, settu myndavélina af stað og byrjuðu að spyrja …
Tengdar greinar:
Kynlífið og hversdagurinn: „Þrjár klassískar með kryddi”
10 merki um að hann vilji BARA kynlíf
Kynlíf: Erótískir leikir sem lífga verulega upp á óþolandi óveðursdaga
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.