Endalaust gómsætar bananapönnukökur

Þessar eru nú alveg ekta sunnudags, er það ekki? Uppskriftin er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargarsem ég mæli alveg eindregið með að þú kíkir á. Eins er hægt að fylgjast með Tinnu á Facebook og fá allar hennar gómsætu uppskriftir beint í æð.

Sjá einnig: Amerískar pönnukökur með karamelluðum kanileplum

11913503_414988348694402_1344204495418922493_n

Gómsætar bananapönnukökur

1 bolli AB mjólk

2 egg

2 msk olía

90 g brætt smjör

180 g hveiti

4 tsk lyftiduft

6 tsk púðursykur

1/2 tsk salt

2 tsk vanilludropar

1 stappaður banani

Hrærið saman í skál AB mjólk, egg, olíu og brætt smjör. Blandið saman í aðra skál hveiti, lyftidufti, púðursykri og salti. Hrærið síðan eggjablöndunni saman við þurrefnin ásamt vanilludropum og stöppuðum banana. Látið pönnukökudeigið standa í 5-10 mínútur.

Bræðið smjörklípu á pönnu og skammtið deigi á pönnuna með matskeið þannig að úr verði þrjár litlar pönnukökur. Mér þykir best að nota stóra steikarpönnu því þá get ég steikt fleiri pönnukökur í einu. Steikið pönnukökurnar við miðlungs hita í um 2 mínútur þar til þær hafa brúnast að neðanverðu og loftbólur myndast að ofanverðu. Snúið pönnukökunum þá við og steikið áfram í um 1 mínútu eða þar til þær verða fallega brúnar á báðum hliðum.

Berið pönnukökurnar fram með smjöri, pönnukökusýrópi og ef til vill ferskum berjum.

SHARE