Endurbygging geirvarta að loknu brjóstnámi er listform – Myndband

Brjóstnám er óneitanlega gríðarlega stór upplifun fyrir konur og vandmeðfarið ferli sem getur haft gríðarleg áhrif á sjálfsmynd kvenna.

Sumar konur ákveða að undirgangast ekki endurbyggingu brjóstsins að loknu brjóstnámi og þannig greindum við ekki alls fyrir löngu frá undursamlegri baðfatalínu sem var í höndum finnskra hönnuða. En fjölmargar konur kjósa hið andstæða, að leggjast undir hnífinn afur í þeim tilgangi að endurheimta fyrra útlit og líkamslögun.

Það sem ekki margir gera hins vegar ráð fyrir í fyrstu, er að ekki er nóg að endurbyggja brjóstið, því geirvörtuna sjálfa getur vantað og þá eru góð ráð dýr. Skurðlæknir framkvæmir ekki slíka aðgerð, heldur þarf í einhverjum tilfellum að teikna nýja geirvörtu á brjóstið og þar kemur húðflúr til sögunnar.

Hér má sjá stórkostlegt myndband þar sem konu einni er fylgt í aðgerðina sjálfa; ferðalaginu að endurheimtingu geirvörtunnar eftir endurbyggingu brjóstsins. Listamaðurinn sem hér er að verki heitir Vinnie Myers og er einn af þeim færustu á sínu sviði:

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”Egq2qnnXSPY”]

SHARE