Þegar ég sá þetta hjarta og þennan kertastjaka þá voru þeir kannski ekki mikið fyrir augað, en ég átti hvítt litarsprey og ákvað að gefa þeim tækifæri.
Með kertastjakann, þá vildi ég bara spreyja standinn þannig að ég huldi stjakann sjálfan með poka og málingalímbandi. Svo fannst mér eitthvað vanta þannig að ég bætti við þessari slaufu.
Við hjartað að þá setti ég froðuplast innan í það áður en ég setti blómin.
Auðveldari verða verkefnin ekki.
Ég heiti Kristbjörg og ég er 2 barna móðir sem elskar föndur, að skapa með höndunum, að búa til eitthvað úr engu og að reyna að auðvelda mér lífið með því að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.