Endurnýjaði allt snyrtidótið í fyrra

Rósa Soffía Haraldsdóttir, einkaþjálfari og viðskiptafræðingur, byrjaði ekki að spá í snyrti- og förðunarvörur að ráði fyrr en á síðasta ári. Hún hefur algjörlega endurnýjað safnið á þessu ári og tekið ástfóstri við nokkrar vörur sem henni þykja algjörlega ómissandi.

„Mér finnst eiginlega ótrúlegt þegar ég hugsa til þess, en það er ekki nema um rúmlega ár síðan ég fékk áhuga fyrir snyrti- og förðunarvörum. Þar á undan átti ég bara eitthvert drasl sem var allt orðið eldgamalt og örugglega löngu útrunnið. Ég bara spáði ekkert í þetta, málaði mig bara einhvernveginn og hugsaði ekkert um húðina á mér. En svo í fyrrasumar byrjaði dóttir mín að hafa áhuga á þessu og við fórum að skoða þetta saman. Við byrjuðum að fylgjast með nokkrum förðunar„snöppurum“ og fórum á kvöldnámskeið hjá Hárvörur.is. Það er rosalega gaman að geta átt svona sameiginlegt áhugamál með börnunum sínum. Svo fórum við til New York í lok sumarsins í fyrra og þá ákvað ég að henda gjörsamlega öllu snyrtidótinu sem ég átti og kaupa mér allt nýtt,“ segir Rósa sem í dag reynir að hugsa vel um húðina. Til dæmis með því að þrífa af sér farðann fyrir svefninn, sem hún gerði nánast aldrei hér áður fyrr. „Þegar maður er orðinn 35 ára og húðin byrjuð að eldast, þá verður maður að reyna að hugsa vel um hana.“

Það er svo misjafnt eftir dögum hvað Rósa farðar sig mikið. „Stundum set ég bara á mig augabrúnir og maskara, á meðan aðra daga set ég á mig fullt andlit og varalit. Það fer bara algjörlega eftir hvernig stuði ég er. En þar sem ég er svo óheppin að vera nánast ekki með neinar augabrúnir þá fer ég ekki út úr húsi nema lita í augabrúnirnar, alveg sama hvað. Þannig að það gefur augaleið að uppáhaldssnyrtivaran mín er augabrúnavara.“

28779 - dipbrow
Ég nota Anastasia Beverly Hills dip brow pomade á hverjum einasta degi og stundum oft á dag. Ég á bæði litina chocolate og ebony og það fer bara eftir hvernig förðun ég er með hversu dökkar ég vill hafa brúnirnar.

28779 - Nars

Önnur vara í miklu uppáhaldi hjá mér er Nars sheer glow, en það er mjög fallegur ljómandi farði, án efa besti farði sem ég hef átt. En ég er samt mjög nísk á að nota hann því hann er alls ekki ódýr.

28779 - contour

Svo nota ég Anastasia Beverly Hills contour kit pallettuna mjög mikið til að skyggja, lýsa, „highlighta“ andlitið og jafnvel líka í augnskyggingu.

28779 - eucerin

Eucerin Aqua porin active eye care er augnkrem með köldum stút sem maður ber undir augun og það virkar strax. Algjör snilld ef maður er með bauga eða vaknar þrútinn um augun.

28779 - face mist

Ég nota líka mjög mikið E-vítamín hydrating face mist frá The Body shop. Þessu spreyja ég í andlitið á mér oft á dag, bæði til að setja farðann svo hann haldist vel á yfir daginn og líka bara þegar ég vil hressa mig aðeins við.

SHARE