
Ísraelskur læknir sem starfar í Ítalíu, Gai Peleg, sagði í viðtali í dag að eins og staðan sé núna í landinu, séu engar öndunarvélar í boði fyrir þá sem eru eldri en 60 ára. Var talað við hann í Jerusaem Post og sagði Gai að það væru einfaldlega ekki nógu margar öndunarvélar á spítalanum en hann starfar á spítala í Parma.
Sjá einnig: Fyrstu einkenni Covid-19 – Hvað skal gera?
Viðtalið við hann birtist einungis degi eftir að met var slegið í tölu látinna á Ítalíu, en 793 létust á laugardag. Sagt var frá því á Fox News að það hefðu 943 náð fullum bata á Ítalíu sem eru fyrstu góðu fréttirnar sem við höfum fengið frá því þetta hófst allt saman þar í landi.