
Lífræn hágæðavara í Uppskeru.
Uppskera er ný heilsuverslun sem selur lífrænar hágæðavörur eftir vigt. Hugmyndin að fyrirkomulagi verslunarinnar er fyrst og fremst sú að koma til móts við viðskiptavininn og umhverfið á sem hagkvæmastan máta með því að bjóða honum upp á að koma með ílát að heiman sem hann getur látið fylla á í versluninni. Fyrir vikið er hægt að halda vöruverði niðri og engum umbúðum þarf heldur að farga í náttúrunni.
Stefán sýndi mér tunnu staðsetta í versluninni stútfulla af hágæða ólífuolíu frá Ítalíu sem líka er hægt að fá tappað á flöskur. Þarna er líka að finna dýrðarinnar villiblómahunang, kókoshnetuolíu, súkkulaði, fæðubótarefni úr hampi, vitamin, baunir, fræ, krydd og ofurfæði á borð við Morniga jurtina ásamt ýmsu öðru góðgæti.
Eiginlega er upplifunin að koma inn í Uppskeru eins og að ganga inn í Hollustuland þar sem hægt er að velja sér bland í ílát, en ekki poka eins og tíðkast á nammibörum sumra matvörverslanna.
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.