Engiferkökur

Hún Ragnheiður hjá Matarlyst er greinilega á fullu í jólabakstrinum. Þessa sort þarf maður að prófa.

Hráefni

500 g púðusykur
250 g smjör við stofuhita
2 egg
500 g hveiti
6 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk kanill
2 tsk engifer
½ tsk negull
120 g rúsínur

Val er um að bæta út í 100 g af möndluflögum þeim er bætt út í á sama tíma og rúsínur eru settar út í deigið.

Aðferð

Setjið smjör og púðusykur í hrærivélaskálina hrærið saman í 2-3 mín, bætið út í eggjum einu í einu hrærið áfram um stund. Blandið þurrefnum saman, setjið út í hrærivélaskálina hrærið um stund, í lokin er rúsínum bætt út í hrærið áfram þar til þær hafa samlagast deiginu.

Notið t.d teskeið til að hjálpa ykkur við að gera sömu stærð af kökum, setjið deigið í lófann, mótið kúlu, klessið henni saman þannig að hringur myndist, setjið á bökunnarpappír u.þ.b stk 16 á hvera plötu.

Bakið 2 plötur í einu við 200 gráður og blástur í u.þ.b 8-11 mín fylgist vel með því þær eru fljótar að brenna.

SHARE