Förðunarbloggarinn Kara Elvarsdóttir fer yfir mikilvægustu vörurnar í snyrtitöskunni sem í hennar tilviki er snyrtikommóða.
Kara Elvarsdóttir er 24 ára förðunaráhugakona, sjúkraþjálfari, ballettkennari og ræktarfari. Hún heldur úti förðunarblogginu karaelvars.com og Snapchat aðgangi undir sama nafni. Þrátt fyrir að eiga heila kommóðu af snyrtidóti farðar hún sig ekki hversdagslega. „Ég starfa sem sjúkraþjálfari og því passar ekki starfinu að vera stífmáluð í íþróttafötum. Í staðinn hef ég mig sérstaklega vel til við sérstök tækifæri.“
Kara er dugleg að prófa nýjar vörur. „Eiginlega of dugleg. Hjá mér er ekkert til sem heitir snyrtitaska heldur snyrtikommóða. Mér þykir sérstaklega skemmtilegt hvað hefur orðið mikil þróun á markaðinum hérlendis og mikið af íslenskum fyrirtækjum í förðunarbransanum að spretta upp.“ Sjálf er Kara dugleg að nýta sér samfélagsmiðlana og segir það frábæra leið til þess að eiga í persónulegum samskiptum við lesendur og fylgjendur. „Fyrirtæki eru einnig að nýta sér þessa leið og ég tel það jákvæða og skemmtilega þróun.“
Við fengum að kíkja á hvað er ómissandi í snyrtitöskunni hjá förðunarbloggaranum.
Gin zing moisturizer frá Origins
Besta rakakrem sem ég hef prófað. Frískandi, rakagefandi og lyktar eins og appelsínur.
Better than sex maskarinn frá Too Faced.
Það væri synd að segja að hann stæði undir nafni en hann er einn sá besti sem ég hef prófað.
Honey bronze bronzing gel frá body shop.
Ég nota gelið eitt og sér eða yfir léttari farða eins og bb krem til að fá smá lit í andlitið
Wake me up hyljarinn frá Rimmel
Ég enda alltaf á því að kaupa þennan aftur og aftur. Hann er með örlitlum glitrandi ögnum sem kasta frá sér ljósi og birtir þannig upp augnsvæðið.
Andlitsúði frá Mario Badescu
Ég hef þetta á skrifstofunni og spreyja á mig til þess að gefa húðinni raka. Einnig nota ég þegar ég er með meiri farða og púður til þess að gefa nátturulegri áferð á húðina.
Nars sheer glow foundation
Gefur fullkomna ljómandi áferð og á sama tíma góða þekju. Ég nota það þegar ég fer eitthvað fínt.
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.