
Facebook-síðan Guide to Iceland birti í dag myndband sem tekið var í Reynisfjöru þar sem ferðamaður hafði hunsað allar viðvaranir og hætt sér allt of nálægt sjónum til þess að ná góðri mynd. Eins og sést á myndbandinu er maðurinn stálheppinn að hafa ekki sogast út með straumnum og í raun að vera á lífi.