Seinustu mánuði, eða eftir að Bruce Jenner og Kris Jenner skildu, hefur sú saga verið í gangi um það að Bruce sé á leið í kynleiðréttingu. Fyrst fór Bruce (64) að láta minnka á sér Adamseplið en hann hefur þótt breytast mikið í útliti á seinustu misserum. Einnig var sagt frá því í slúðurtímaritum að Bruce væri búinn að velja sér kvenmannsnafnið Bridget.
Það nýjasta er svo að Bruce Jenner sé farinn að raka á sér fótleggina en þessi mynd var tekin af honum í Los Angeles í vikunni. Þeir sem sáu Bruce sögðu að hann hefði verið einstaklega kvenlegur að sjá þarna fyrir utan Starbucks við Malibu ströndina og verið með glansandi fína fótleggi.
Hvað haldið þið kæru lesendur? Er Bruce á leiðinni í kynleiðréttingu eða ekki?